Arnardalur er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga á Akranesi. Arnardalur er hluti af Frístundamiðstöðinni Þorpinu við Þjóðbraut 13.
Björgunarfélag Akraness er öflug björgunarsveit sem starfar bæði til sjós og lands. Sveitin er vel tækjum búin og í henni starfar öflugur hópur fólks.
Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir og er megináherslan lögð á barna- og unglingastarf.
Hvíta húsið er ungmennahús fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára. Hvíta húsið er hluti af Frístundamiðstöðinni Þorpinu við Þjóðbraut 13.
Frístundaheimilið Krakkadalur er starfrækt fyrir börn í 3. – 4. bekk í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla og er opin eftir að skóla lýkur til klukkan 16:15 alla virka daga.
Skátafélga Akranes býður upp fjölbreytt félagsstarf fyrir ungmenni á aldrinum 8-18 ára.
Smiðjuloftið er glænýtt afþreyingarsetur að Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Hér geturðu skellt þér í klifur, tekið þátt í fjölskyldutímum, tónlistarnámskeiðum og uppákomum og haldið upp á barnaafmæli. Við tökum einnig á móti hópum í fjölbreytta afþreyingu og skemmtun.
Ungmennafélagið Skipaskagi, skammstafað USK er með heimili og varnarþing á Akranesi. Markmið félagsins eru að auka áhuga félagsmanna og almennings á líkamsrækt og stuðla að alhliða íþróttaiðkun.