Ungmennafélagið Skipaskagi, skammstafað USK er með heimili og varnarþing á Akranesi. Markmið félagsins eru að auka áhuga félagsmanna og almennings á líkamsrækt og stuðla að alhliða íþróttaiðkun, að reyna eftir megni að vekja löngun hjá félagsmönnum að vinna að frelsi, framförum og heill sjálfra sín og þjóðarinnar af mannúð og réttlæti, að vernda þjóðlega menningu, að auka áhuga félagsmanna á hverskonar félags- og tómstundastarfsemi, að vinna gegn tóbaksreykingum, neyslu áfengis og annara skaðnautna, s.s. vímuefna og að vinna að markmiðum og stefnuskrá Ungmennafélags Íslands með kjörorðunum “Íslandi allt”.
Nánari upplýsingar um æfingatíma og fleira: