Hvíta húsið - Ungmennahús

Kvöldstarf Hvíta hússins

Ungmennahúsið Hvíta húsið hóf starfemi sína 1. maí 2002 að frumkvæði Rauða kross deilda á Vesturlandi í samstarfi við Akraneskaupstað.  Árið 2004 tók Akraneskaupstaður alfarið við rekstrinum. Í starfi Hvíta hússins er unnið út frá hugmyndafræði sem byggir á ungmennalýðræði og tryggir áhrif ungmenna í starfi. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, reynslunám, félagsfærni, sjálfstyrkingu, samfélagslega virkni og þátttöku. Síðast en ekki síst er verið að vinna að forvörnum og skýr afstaða tekin gegn neyslu vímuefna og annarri neikvæðri hegðun. Ungmennahús eru vettvangur þar sem ungmenni fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri  og í framkvæmd, vinna að áhugamálum sínum og fást við skemmtileg verkefni.

Hvíta húsið er hluti  af Frístundamiðstöðinni Þorpinu við Þjóðbraut 13.

Opnunartími

  • Mánudaga frá kl. 19:30 – 23:00
  • Fimmtudaga frá kl. 19:30 – 23:00

Þá er hægt að líta við í Hvíta húsinu svo lengi sem einhver starfsmaður er í húsinu. 

Frekari upplýsingar um starf Hvíta hússins veitir Ívar Orri Kristjánsson í síma 433-1251.

Hægt er að fylgjast með starfi Hvíta hússins á Facebook og Instagram.

Dagstarf Hvíta hússins

Dagstarf í Hvíta húsinu er fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára sem vilja koma í skipulagt starf frá kl. 13:00 – 16:00 á daginn og þurfa jafnframt á hvatningu og stuðningi að halda við sína tómstundaiðju. 

Nánari upplýsingar veitir Bryndís Gylfadóttir, bæði í tölvupósti og í síma 433 1252.