Bíóhöllin á Akranesi er eitt elsta kvikmyndahús landsins, byggt árið 1942.
Á safninu má nálgast fjölmargar bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. Í safninu er þráðlaust net fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á vefnum. Á safninu er hægt að fá aðgang að netkaffitölvu og prentara. Auk þess er hægt að lesa dagblöðin, héraðsblöðin á Vesturlandi og nýjustu eintök keyptra tímarita, flest íslensk.
Byggðasafnið í Görðum á Akranesi hefur skipað sér verðugan sess sem eitt helsta aðdráttarafl Akraness enda mikil upplifun að sækja safnið heim og upplifa sögu Akraness og Hvalfjarðarsveitar.