Í byrjun júlí ár hvert halda Skagamenn hátíðlega hina svokölluðu Írsku daga til að minnast hinnar keltnesku arfleifðar sinnar og gera sér glaðan dag um leið. Þessa daga eru brottfluttir Skagamenn kallaðir heim og á Írskum dögum er fjölskyldufólk sérstaklega boðið velkomið í heimsókn á Akranes.
Jól í Garðalundi var tímabundið verkefni sem stóð yfir á árunum 2020 til 2022. Hugmyndin með Jólagleði í Garðalundi var að fara út eftir kvöldmat, sem getur verið mjög spennandi í hugum litla fólksins. Hollvinasamtök Grundaskóla tendra ljósin hans Gutta og í skógræktinni ræður ævintýraheimur jólanna ríkjum. Foreldrar eru hvattir til að undirbúa börnin vel og kannski búa til smá spennu hjá þeim. Þessi allra minnstu gætu kannski lagt sig eftir leikskóla til að vera hress og kát um kvöldið, en það má engin missa af þessu.
Í blómlegum bæ er mikilvægt að menningarlíf sé öflugt og fjölskrúðugt þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Í lok október og byrjun nóvember ár hvert bjóða bæjaryfirvöld á Akranesi til menningarhátíðarinnar Vökudaga en tilgangur hátíðarinnar er að efla menningarlíf í bænum og lífga um leið upp á skammdegið.
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudaginn í júní ár hvert.
Á Akranesi er mannlíf í miklum blóma. Íbúar á Akranesi hafa aldrei verið fleiri og bærinn stækkar ört. Í blómlegum bæ er mikilvægt að menningarlíf sé öflugt og fjölskrúðugt þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Í mars á hverju ári bjóða bæjaryfirvöld á Akranesi til menningarhátíðarinnar Vetrardagar til að fagna hækkandi sól!