Byggðasafnið í Görðum á Akranesi hefur skipað sér verðugan sess sem eitt helsta aðdráttarafl Akraness enda mikil upplifun að sækja safnið heim og upplifa sögu Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Á safninu er sögu byggðar, atvinnu og mannlífs sunnan Skarðsheiðar gerð góð skil. Ný grunnsýning var opnuð árið 2021, þar sem skyggnst er inn í það hvernig það var, og er að lifa og starfa einmitt hér, á vogskornu nesi á vestanverðu Íslandi. Sagan er rakin frá litlu sjávarþorpi á 17. öld til nútíma kaupstaðar með rúmlega átta þúsund íbúa. Grunnsýningin byggist á frásögnum, myndum og munum á tveimur hæðum aðalsýningarhúss safnsins. Grunnsýningin er byggð í kringum lifandi hljóðleiðsögn sem er bæði á íslensku og ensku í gegnum handheldan spilara.
Auk þess má skoða gömul hús sem tengjast sögu Akraness og hafa verið flutt á útisvæði safnsins, allt frá samkomuhúsi til prestbústaðar sem er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið af sinni gerð sem byggt var hérlendis - jafnvel njóta útsýnis að Akrafjalli, hinu sama og blasti við landnámsmönnum á 9. öld.
Fyrir áhugasöm þá má hér sjá myndband um nýlega grunnsýningu safnsins sem tilnefnd var til Íslensku safnaverðlaunanna 2022:
Hafa samband
Sími: 433 1150
Netfang: museum@museum.is
15.september - 14.maí
Opið laugardaga frá 13:00-17:00
Hægt að panta heimsóknir fyrir hópa eftir samkomulagi.
15. maí - 14.september
Opið alla daga 11:00-17:00
Gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum
Sjá fleiri verð Sjá færri verðGarðaholti 3, 300 Akranes.