Byggðasafnið í Görðum

Velkomin á Byggðasafnið í Görðum

Byggðasafnshúsið var í byggingu á árunum 1968-1974 og var fyrst opnað fyrir gestum þann 4. júlí árið 1974. Grunnsýning safnsins er að stærstu leiti staðsett í þessu húsi.

Um safnið

Á Byggðasafninu í Görðum gefst kostur á að kynna sér sögu Akraness og nágrennis. Safnið var stofnað og opnað á árinu 1959 og er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og presstsetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar.

Byggðasafnið í Görðum býður gestum einstaka innsýn í liðna tíma en jafn heildstæð sýning er fágæt á landsvísu. Sýningar safnsins eru afar fjölbreyttar, m.a. í nokkrum húsum sem sum hafa verið flutt á svæði safnsins en á safninu eru einnig sérstakt kvikmyndarými og sýningarými fyrir skammtímasýningar. Í fastasýningu safnsins er fjallað um lífið til sjós, í landi, í vinnu og í leik. Hljóðleiðsögn er innifalin í aðgangseyri. Við safnið er jafnframt eldsmiðja en Íslenskir eldsmiðir stunda iðju sína þar og gefst gestum stundum tækifæri á að fylgjast með þeim að störfum. Heimsókn á Byggðasafnið í Görðum leikur við öll skilningarvit gesta.

Vetraropnun

16. september til 14. maí: Hægt að panta heimsóknir fyrir hópa.

Sumaropnun

15. maí til 15. september: Opið alla daga frá kl. 10:00 - 17:00. 

Verð

(Hljóðleiðsögn innifalin í aðgangseyri)
Fullorðnir: 1.000 kr.
Hópar (10 eða fleiri): 700 kr.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 700 kr.
Börn til 18 ára: Ókeypis
Leiðsögn fyrir hóp: 10.000 kr. auk aðgangseyris

Sjá fleiri verð
Staðsetning

Garðaholti 3, 300 Akranes

Hafa samband

Sími: 433 1150
Netfang: museum@museum.is
Heimasíða: Byggðasafnið í Görðum
Facebook: Byggðsafnið í Görðum