Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti fer einsamall um Ísland í sumar þar sem hann kemur fram á 14 tónleikum víðsvegar um landið. Tónleikaferðin hefst í Landnámssetrinu í Borgarnesi þann 27. júní og henni lýkur í Háskólabíói þann 14. september. Tónleikastaðirnir eru fjölbreyttir en Ásgeir kemur m.a. fram í Básum í Þórsmörk, á Hótel Flatey, í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og Hofi, Akureyri. Miðasala hefst miðvikudaginn 1. maí kl 10:00 á Tix.is. Ókeypis er inn á tónleikana í Flatey og miðar fyrir tónleikana í Básum í Þórsmörk verða seldir á staðnum.
27.06 - Landnámssetrið, Borgarnesi
28.06 - Frystiklefinn, Rifi
29.06 - Bíóhöllin, Akranesi
30.06 - Básar, Þórsmörk
02.07 - Blá kirkjan, Seyðisfirði
04.07 - Egilsbúð, Neskaupsstað
05.07 - Húsavíkurkirkja
07.07 - Félagsheimilið, Blönduósi
09.07 - Edinborgarhúsið, Ísafirði
11.07 - Hótel Flatey, Flatey
19.07 - Sviðið, Selfossi
20.07 - Ásbyrgi, Laugarbakka
14.09 - Háskólabíó, Reykjavík
Miðar á Bása í Þórsmörk og Flatey verða seldir á staðnum á tónleikadegi.