Á Elínarhöfða er verkið „Tálbeita“ eftir Bjarna Þór Bjarnason. Listaverkið var reist árið 2000 í tengslum við Reykjavík sem var þá menningarborg Evrópu. Verkið er unnið úr járni og um verkið segir Bjarni Þór: Hér hafði ég fyrir mér öngulformið og ávalar útlínur kvenlíkamans. Kveikjan að verkinu fékkst í öngli sem mér hafði áskotnast. Á legg öngulsins var myndaður rennilegur fiskur. –Og eitt leiddi af örðu!
Bjarni Þór Bjarnason fæddist á Akranesi árið 1948 og ólst hér upp. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Friðriksdóttur og Bjarna Eggerstssonar frá Kringlu, en það hús stendur enn, að nokkru breytt við Mánabraut hér í bæ. Bjarni var bæjarlistamaður Akraness árið 1997.
Bjarni byrjaði fyrst að teikna í kringum 14 ára en leiðin lá ekki í listaskóla fyrr en um 25 ára aldur þegar hann fékk inngöngu í Myndlistaskólann í Reykjavík eftir að hafa starfað sem vélvirki í slippnum í dágóðan tíma. Bjarni stundaði einnig nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og m.a. í Danmörku. Bjarni er giftur Ástu Salbjörgu Alfreðsdóttur og reka þau saman Gallerí Bjarna Þórs í hjarta Akraness á Skólabraut 22. Bjarni var bæjarlistamaður Akraness árið 1997. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á verkum sínum á Akranesi og víðar.
Við Elínarhöfða