Sjómaðurinn eftir Martein Guðmundsson

Á Akratorgi er „Sjómaðurinn“ eftir Martein Guðmundsson sem fæddist 1905 og lést árið 1952. Marteinn nam bæði hér á Íslandi í París og í Kaupmannahöfn.

Listaverkið var afhjúpað árið 1967 af Lilju Pálsdóttur, eiginkonu Séra Jóns M. Guðjónssonar prests og prófasts á Akranesi og er reist til minningar um drukknaða sjómenn. Á undirstöðunni er hending úr kvæðinu „Sjómannasöngur“ eftir Steingrím Thorsteinsson, líklega valin af Séra Jóni: „Sjómannslíf í herrans hendi / helgast fósturjörð“.

Dóttir Marteins er Steinnunn listamaður í Hulduhólum í Mosfellsbæ og bæjarlistamaður þar árið 2003.

Staðsetning

Akratorg, 300 Akranesi