Síbería eftir Elsu Maríu Guðlaufs Drífudóttur og Guðlaug Maríasson

Listaverkið Síbería stendur hjá Akranesvita á Breið. Listakonan Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og faðir hennar Guðlaugur Maríasson settu listaverkið upp 2017 en verkið var keypt af Akraneskaupstað. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2016 að kaupa verkið að fenginni umsögn menningar- og safnanefndar. Einnig styrktu fyrirtækin Smellinn, sem steypti sökkull sem er undir verkinu og Vélaleiga Halldórs uppsetningu listaverksins en þeir gáfu sand sem einnig er notaður í undirstöðuna. Listaverkið var unnið sumarið 2015 norður í Árneshreppi á Ströndum úr rekaviði sem hafði verið tekinn þar úr fjörunni. Verkið var flutt suður og sýnt á Vökudögum á Akranesi sama haust. Talið er að bróðurpartur alls viðs sem rekur til Íslands komi frá Síberíu.

Staðsetning

Hjá Akranesvita niður á Breið.