Listaverkið „Gnýr“ við Garðabraut 2 er frá árinu 2001 og var sett upp það sama ár. Það er eftir Grím Marinó Steindórsson úr Kópavogi og er gert úr ryðfríu, slípuðu stáli. Það er í eigu tryggingarfélagsins Sjóvár-Almennra sem flutti það ár í húsnæðið við Garðabraut.
Grímur Marinó er fæddur 1933 og stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík hjá Kjartani Guðjónssyni, myndlistarmanni og Ásmundi Sveinssyni, myndhöggvara.
Síðar lauk hann m.a. sveinsprófi í málmiðnaði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Grímur Marinó hefur haldið margar einka- og samsýningar hérlendis og erlendis og mörg verka hans eru í einka- og opinberri eigu. hann hlaut starfslaun Kópavogsbæjar 1994.
Meðal annarra útilistaverka eftir Grím Marinó eru „Landspóstarnir“ að Stað í Hrútafirði (1993) og „Á heimleið“ í Stykkishólmi til minningar um drukknaða sjómenn (1996).
Garðabraut 2