Við Elínarhöfða á vestanverðu Akranesi er listaverkið „Elínarsæti“ eftir Guttorm Jónsson. Elín þessi hefur af sumum verið sögð Sæmundar fróða í Odda á Rangárvöllum (dáinn 1133) og einnig systir Höllu í Straumfirði vestur á Mýrum en hvort sem það er nú rétt eður ei þá segir sagan að þær „systurnar“ Elína og Halla hafi iðulegaq setið á hljóðskrafi, Elín í Elínarsæti – sem er örnefni nokkur vestan við listaverkið og Halla í Straumfirði. Hvort sem Halla sat þá á Höllubjargi við Straumfirði eða á öðrum stað á þeim slóðum – þá er það víst – samkvæmt þessari sögu – að rómsterkar hafa þær systurnar verið að geta kallast þannig á yfir flóann! Orð fer einnig af raddstyrk þeirra sem reyna sig í sætinu Elínar! Listaverkið var sett upp á þessum stað af Akranesbæ árið 2000 og tengist samstarfi við Reykjavíkurborg sem þá var Menningarborg Evrópu.
Guttormur var sonur Gretu og Jóns Björnssonar en Greta skreytti m.a. Akraneskirkju að innan á sínum tíma og þau hjónin saman Innra-Hólmskirkju og mörg fleiri guðshús á landinu. Einnig skreyttu þau Bíóhöllina á Akranesi þegar hún var byggð árið 1942. Guttormur var húsasmiður að mennt og sótti námskeið hjá módel- og höggmyndadeild Myndlistaskólans í Reykjavík á árunum 1979-1983 en er annars að mestu sjálfmenntaður í list sinni. Hagleikur hans hefur einnig notið sín í starfi en hann var safnvörður við Byggðasafnið í Görðum um árabil. Guttormur hefur tekið þátt í og haldið margar sam- og einkasýningar, bæði á Akranesi, í Reykjavík og víðar. –hann var bæjarlistamaður Akraness árin 1994 og 1995. Guttormur lést árið 2014.
Við Elínarhöfða