Brjóstmynd af Ingunni og Haraldi eftir Gyðu L. Jónsdóttir

Brjóstmyndin af þeim hjónum „Ingunni Sveinsdóttur og Haraldi Böðvarsstni“ við Vesturgötu 32 er eftir Gyðu L. Jónsdóttur sem fædd er 1943 og dóttir prófasthjónanna sem hér voru, Lilju Pálsdóttur og séra Jóns M. Guðjónssonar. Verkið er unnið í trefjasteypu og var sett upp 1974.

Gyða stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum í Reykjavík og m.a. við St. John Cass Collage og Central School of Art í London. Einnig nam hún um hríð við Konunglega Listaháskólann í kaupmannahöfn.

Gyða hefur tekið þátt í einka- og samsýningum hér á landi og samsýningum erlendis. Hún hefur unnið ásamt öðrum listamönnum að smáum og stórum verkum með brenndar mynsturflísar og þá aðallega í tengslum við járnbrauta- og neðanjarðarstöðvar og –göng í Bretlandi, m.a. við King´s Cross, the Dover Underpass og við Elephant and Castle stöðina

Staðsetning

Vesturgata 32, 300 Akranesi