Akraneskaupstaður óskar ár hvert eftir tillögum frá bæjarbúum um hver ætti að fá titilinn bæjarlistamaður Akraness. Menningar- og safnanefnd fer í kjölfarið vandlega yfir tilnefningarnar og leggur fram tillögu til bæjarstjórnar um hvaða einstaklingur eða hópur hljóti titilinn bæjarlistamaður Akraness það árið. Það er bæjarstjóri sem afhendir bæjarlistamanni viðurkenninguna við hátíðlega athöfn á 17. júní ár hvert.
Árið 2019 var listamaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson Bæjarlistamaður Akraness.
Baski er fæddur á Akranesi þann 5. september árið 1966. Hann byrjaði snemma að munda pensilinn og var strax í Barnaskóla Akraness farinn að tjá sig með myndformi. Á unglingsárum sótti hann námskeið hjá Bjarna Þór og Hrönn Eggerts hér í bæ sem og módelteikningu í Myndlista- og handíðaskólanum.
Árið 1987 hélt Baski til Noregs þar sem hann stundaði nám við leikmyndahönnun. Á næstu árum sótti hann ýmis námskeið og árið 1994 hóf hann nám við myndlistarakademíu AKI Academie voor beldende kunst í Enschede í Hollandi. Því námi lauk með BA gráðu fjórum árum síðar. Frá þeim tíma hefur Baski verið búsettur í Hollandi ásamt hollenskri eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. Síðar náði Baski sér í réttindi til kennslu í myndlist í Zwolle í Hollandi og hefur jafnframt lokið námi í viðgerðum og hreinsun eldri málverka.
Baski hefur haldið margar myndlistarsýningar um Evrópu, hannað leikmyndir fyrir leikhús, unnið að forvörslu og haldið námskeið.
Þrátt fyrir að vera búsettur erlendis hefur Baski haldið tryggð við heimahagana og verið ötull við að rifja upp gamlar minningar frá heimabænum Akranesi í gegnum verk sín. Hann málar mikið af eldri húsum, götum og íbúum Akraness og heldur minningum um mannlífið sem áður var á lífi. Þær myndir hafa bæði varðveislu gildi og vekja oftar en ekki upp bros og hlýjar minningar samferðarmanna sinna. Hann heimsækir Akranes á hverju ári og heldur árlega myndlistarnámskeið og sýningar.
Ómögulegt væri að telja öll verkefni Baska upp en hér verða tiltekin tvö nærtæk dæmi:
Eftirtaldin hafa fengið titilinn bæjarlistamaður Akraness