Útilistaverk

Á Akranesi er fjöldi útilistaverka. Hér að neðan er upptalning þeirra í stafrófsröð:

  • Bjartsýni eftir Guttorm Jónsson við húsnæði Fjöliðjunnar við Dalbraut.
  • Brjóstmynd af Ingunni Sveinsdóttur og Haraldi Böðvarssyni eftir Gyðu L. Jónsdóttur við Vesturgötu 32.
  • Brjóstmynd af Þorgeiri Jósefssyni eftir Ríkharð Jónsson við horn Kirkjubrautar og Merkigerðis.
  • Elínarsæti eftir Guttorm Jónsson við Elínarhöfða.
  • Fótboltamenn eftir Sigurjón Ólafsson á Faxatorgi.
  • Glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð í Safnaðarheimilinu Vinaminni.
  • Gnýr eftir Grím Marinó Steindórsson við Garðabraut 2.
  • Grásleppukarlar eftir Jón Pétursson við tjaldsvæðið í Kalmansvík.
  • Grettistak eftir Magnús Tómasson við Dvalarheimilið Höfða við Innnesveg.
  • Hafmeyjarslysið eftir Bjarna Þór Bjarnason á Suðurflös við Breið.
  • Himnaríki eftir Jónínu Guðnadóttur við Innesveg.
  • Hnöttur eftir Philippe Ricart við leikskólann Teigasel við Laugarbraut.
  • Hringrás eftir Ingu Ragnarsdóttur á lóð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
  • Írski steinninn, gjöf frá írsku þjóðinni á túni vestan við kirkjugarðinn.
  • Kubbaleikur eftir Guttorm Jónsson gegnt Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum.
  • Minnisvarði Guðmundar Jónssonar eftir Pál Guðmundsson í Garðalundi.
  • Minnisvarði Jóns M. Guðjónssonar eftir Valdimar Jónsson við Garðahús á Byggðasafni.
  • Mótþrói teiknað af Bjarna Þór Bjarnasyni við Flæðilæk vestan við Æðarodda.
  • Pýramídísk afstraksjón eftir Ásmund Sveinsson á horni Stillholts og Kirkjubrautar.
  • Síbería eftir Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur á Breið.
  • Sjómaðurinn eftir Martein Guðmundsson við Akratorg.
  • Skutlan eftir Guttorm Jónsson fyrir framn Fjölbrautaskóla Vesturlands við Vogabraut.
  • Skvísurnar eftir Bjarna Þór Bjarnason og Guðna Hannesson við Skólabraut.
  • Systurnar sjö eftir Guðlaug Bjarnason á eyju tjarnarinnar í Garðalundi.
  • Tálbeitan eftir Bjarna Þór Bjarnason við Elínarhöfða. á Breið.