Studio Jóka

Studio Jóka hýsir opnar vinnustofur þar sem þrjár handverks- og myndlistakonur vinna að handverki, hönnun og list sinni ásamt því að bjóða upp á sérstaka þjónustu og námskeið í sínu fagi.

Studio Jóka er staðsett að Skagabraut 17 á Akranesi og þar er vel tekið á móti einstaklingum og hópum alla virka daga á milli kl. 16 og 18 og eftir samkomulagi. Sjá nánari upplýsingar á facebook.com/Studio Jóka.