Sumarlestur

Sumarlestur á Bókasafni Akraness frá 3. júní til 13. ágúst fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára

  • Komdu á Bókasafn Akraness, skráðu þig í sumarlesturinn og fáðu afhent lesblað.
  • Komdu með bókasafnsskírteinið þitt og fáðu lánaðar bækur.
  • Ef þú átt ekki skírteini kemur þú með foreldri/forráðamanni til að fá skírteini í fyrsta sinn. Skírteini eru ókeypis fyrir börn.
  • Lestu bækurnar og skrifaðu titil þeirra og blaðsíðufjölda á lesblaðið.
  • Foreldri/forráðamaður staðfestir að þú hafir lesið bækurnar.
  • Þegar þú skilar bókunum á Bókasafnið eru þær skráðar. Þú færð stimpil fyrir hverja bók eða hverjar 150 síður.

Fyrir hverja bók sem lesin er færðu heillagrip til að hengja á beltið sem þú færð þegar þú skilar bókum í fyrsta skipti og fyrir fimmtu hverja bók færðu lykil að nýjum ævintýrum 😮. Fyrir hverja bók færðu líka mynd af stein sem þú merki þér og notar til að stækka við fjallið í kringum helli tröllana. Miðinn gildir sem happadrættismiði á húllumhæ hátíðinni okkar í ágúst.

Þegar samanlagður blaðsíðufjöldi hefur náð 15 - 30 - 45 - 60 þúsund blaðsíðum verðum við meið eitthvað óvænt í gangi fyrir ykkur.