Íþróttalífið á Akranesi er fjölbreytt og nær til allra aldurshópa. Öll aðstaða til íþróttaiðkunar er til staðar á Akranesi og iða íþrótta- og tómstundamannvirki bæjarins af lífi frá morgni til kvölds. Á Akranesi starfar eitt öflugasta íþróttafélag landsins, Íþróttabandalag Akraness. Íþróttabandalag Akraness er bandalag íþróttafélaga á Akranesi og innan þess eru 19 aðildarfélög. ÍA sér um samskipti aðildarfélaga sinna við Akraneskaupstað og ÍSÍ, rekur líkamsræktaraðstöðu í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og í íþróttahúsinu við Vesturgötu auk þess að vinna að almennri heilsueflingu bæjarbúa. Skrifstofa ÍA er í íþróttahúsinu við Vesturgötu, netfang framkvæmastjóra ÍA er ia@ia.is, heimasíða www.ia.is.
Aðildarfélög ÍA eru eftirfarandi:
Badminton | Blak |
Fimleikar | Golf |
Körfubolti | Knattspyrna |
Kári | Keila |
Klifurfélag | Hnefaleikar |
Kraftlyftingar | Karate |
VFÍA | Dreyri |
Skotfimi | Sigurfari |
Sund | Skipaskagi |
Þjótur |