Barna- og unglingastarf:
Þjálfun barna á við um börn 12 ára og yngri og þjálfun unglinga á við einstaklinga á aldrinum 13 ára og til og með 18 ára. Starfið er opið fyrir öll börn og unglinga, stelpur og stráka sem vilja æfa golf.
Afreksefnastarf:
Hjá GL er afreksefnaþjálfun fyrir stráka og stelpur á aldrinum 12 til 18 ára. Starfið er ætlað þeim einstaklingum er þykja skara fram úr og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri í golfíþróttinni bæði persónulega og fyrir hönd GL.
Fullorðnir:
Hjá Golfklúbbnum Leyni Akranesi er rekið afreksstarfs er kallast Team Leynir. Afreksstarfið er ætlað þeim einstaklingum er þykja skara fram úr og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri í golfíþróttinni bæði persónulega og fyrir hönd GL. Einnig er starfandi öflug kvennanefnd sem stendur fyrir æfingum, mótum, þjálfun með kennara og fleira sem sameinar konur í GL. GL heldur úti sveit eldri kylfinga (55 ára og eldri) sem keppir fyrir hönd klúbbins í sveitakeppni eldri kylfinga.
Nánari upplýsingar um æfingatíma og fleira: