Fimleikafélag Akraness, FIMA er eitt af stærri íþróttafélögum innan ÍA.
Skipulag fimleika starfsins
Almennir fimleikar
Markmið almennra fimleika er að sem flestir geti stundað fimleika við sitt hæfi hvort sem valið er að stunda fimleika sem keppnis- og afreksíþrótt eða sem líkamsrækt og vegna félagsskapsins. Almennir fimleikar eru grunnur að keppni í hópfimleikum. Þeir eru hugsaðir sem almenn grunnþjálfun í byrjun og síðar sem einstaklings keppnisgrein meðfram hópfimleikum síðar meir. Til þess að hver einstaklingur innan félagsins fái sem besta þjálfun við sitt hæfi er nauðsynlegt að skipta nemendum í hópa svo æfingaálag og tímafjöldi passi hverjum og einum.
Hópfimleikar
Markmið hópfimleika er að sem flestir geti stundað hópfimleika við sitt hæfi hvort sem valið er að stunda fimleika sem keppnis- og afreksíþrótt eða sem líkamsrækt og vegna félagsskapsins. Til þess að hver einstaklingur innan félagsins fái sem besta þjálfun við sitt hæfi er nauðsynlegt að skipta nemendum í hópa svo æfingaálag og tímafjöldi passi hverjum og einum. Íþróttaskóli Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Hann er hugsaður sem tækifæri fyrir börn til að stunda fjölbreytta þjálfun. Lögð er áhersla á leik og að boðið sé upp á hreyfiþjálfun við hæfi eftir aldri og getu hvers og eins
Auk þess að bjóða upp á fimleikaæfingar fyrir börn frá 5 ára aldri býður FIMA einnig upp íþróttaskóla fyrir 1-5 ára börn.
Nánari upplýsingar um æfingatíma og fleira: