Barnamenningarhátíð

Steinsvör

Fjaran í Steinsvör er malar og sandfjara sem er í ágætu skjóli frá úthafi af háum klettum sem nafnið er líklega dregið frá. Ofan á þessum klettum má finna fjörupolla þar sem oft finnst fjölbreytt og spennandi lífríki. Steinsvör ber þess ekki merki í dag, enda komin að miklum hluta undir uppfyllingu og mannvirki fyrir hafnarstarfssemina, en hún hefur mikilvægan sess í sögu Akraness. Í þessari fjöru var fyrsta bryggja bæjarins byggð áður 1908 og upp frá Steinsvör liggur Breiðargata sem eitt sinn var aðal gatan á Akranesi. Þarna var suðupottur atvinnu og verslunar og þar sem olíutankarnir standa í dag stóð hús sem hét Heimaskagi.
Enn er hleypt fiskiúrgangi í sjóinn við Steinsvör og finnast þar því margir tækifærisfuglar eins og ýmsar mávategundir en vaðfuglar eins og sendlingar og tildrur eru einnig algeng sjón á sandinum. 

Skemmtileg afþreying í þessari fjöru:

  • Steinsvör er lítil og falleg fjara sem er afar skjólsæl, hví ekki að eiga huggulega fjölskyldustund með nesti.
  • Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að teikna fallegar myndir í sandinn.
  • Maður getur séð krabba og aðrar forvitnilegar lífverur í þessari fjöru. 
  • Það er auðvelt að gleyma sér í fjörunni að týna kuðunga og skeljar.
  • Það eru margir fallegir og slípaðir steinar í fjörunni, veldur þér þinn uppáhalds.
  • Förum alltaf varlega þegar við prílum niður í fjöruna.

Fjörutegundir: Grýttar fjörur – Þangfjörur.

Fuglar: Ýmsar mávategundir, Tjaldar, Sendlingar og Æðarfuglar.

Kuðungar: Þangdoppa, Klettadoppa, Nákuðungur.

Þang: Klóþang, Bóluþang, Hrossaþari.

Skelfiskur: Skollakoppur, Grjótkrabbi, Trjónukrabbi, Olnbogaskel, Kræklingur, Aða, Hjartaskel, Hrúðukarlar

Staðsetning

Staðsetning á Google maps