Barnamenningarhátíð

Presthúsavör

Presthúsavör er kennd við Presthúsabæ sem stóð uppi á hólnum við víkina um aldamótin 1700. Fjaran er gróf malarfjara með vel slípuðum og misstórum steinum. Klappir fjörunnar eru þakktar klóþangi þar sem smádýr líkt og marflær og þanglýs lifa góðu lífi í þúsunda tali. Bogkrabbar eru algengir á sumrin í víkinni og mikið er um algenga kuðunga eins og klettadoppu, þangdoppu og nákuðung. 

Skemmtileg afþreying í þessari fjöru:

  • Það leynast ýmsar lífverur í klettunum, gaman getur verið að taka með sér stækkunargler og rannsaka lífríkið.
  • Í Presthúsavör er mikið af vel slípuðum og misstórum steinum - Þeir geta verið afar fallegir.
  • Mikið er af krabba á sumrin í víkinni, það er mjög gaman að fylgjast með þeim. Hvað ætli þið sjáið marga?
  • Það getur orðið alveg svakalegt brim á þessu svæði, það getur verið gaman að fylgjast með því úr góðri fjarlægð.
  • Kalmansvík er í næsta nágrenni og búið er að leggja góðan göngustíg þangað, endilega kíkið þangað líka!
Opnunartímar

Fjörutegundir: Grýttar fjörur – Þangfjörur

Fuglar: Æðarfugl, Svartbakur, Hettumáfur, Fýll

Kuðungar: Klettadoppa, Þangdoppa og nákuðungur

Þang: Klóþang

Skelfiskur: Bogkrabbar, hrúðukarlar

Staðsetning

Staðsetning á Google maps