Barnamenningarhátíð

Leynisfjara

Nafnið Leynir er komið til vegna þess að víkin lá í leyni þegar horft var til hennar frá Skaga og sást ekki fyrr en komið var fram hjá Sólmundarhöfða. Í víkinni er lítill halli þannig þegar flæðir frá þá verður oft mikil fjara þar sem fjörupollar og klappir koma í ljós. Mikið fuglalíf er í voginum bæði af sjófugl og vaðfugl en æðarfugl og mávar eru líklega mest áberandi en oft má finna stokkendur tjalda og sendlinga. Fjaran skiptist í sand- og malarfjöru og finna má eitthvað af skeljum og fallegum steinum sem skolað hafa upp í fjörubakkana. 

Skemmtileg afþreying í þessari fjöru:

  • Það getur verið forvitnilegt að taka með sjónauka og rannasaka fuglalífið í Leynisfjörunni.
  • Það er skemmtilegt að fara ofan í fjöruna þegar það er mikil fjara, munum bara að fara ávallt varlega í klettunum!
  • Það er stutt að fara yfir á Langasand, hví ekki að slá tvær fjörur í einu höggi.

Fjörutegundir: Grýttar fjörur – Þangklungur – Bóluþangsfjörur – Setfjöru

Fuglar: Æðarfugl, Mávar, Stokkendur, Tjaldar, Sendlingar

Kuðungar: Nákuðungur, Þaradoppa

Þang: Klóþang, Bóluþang

Skelfiskur: Hrúðukarlar

Staðsetning

Sjá staðsetningu á google maps