Barnamenningarhátíð

Krókalón

Í Krókalóni er að finna gríðarstórt lón sem afmarkast af klettabeltum og skerjum sem liggja fyrir utan lónið. Lónið skiptist niður í nokkra ‘króka’ sem lónið dregur nafn sitt af og vor þau öll notuð til að landa bátum í gamla daga því klettarnir mynduðu svo gott skjól. Niður af Merkurteig má finna stein sem  kallast “Forvaðasteinn”. Í gamla daga notuðu ferðalangar hann til að vita hvenær þeir þyrftu að fara heim ef þeir ætluðu á hesti yfir Blautós. Á steininum voru tvö merki sem menn notuðu til að sjá fyrstu og síðustu “forvöð”. Það þýddi að ef byrjað var að flæða að þessum steini þá væri kominn tími til að fara að leggja í hann, næstum eins og klukka. Annað áberandi kennileiti í Krókalóninu er stór steinn sem stendur einn úti á einu klettabeltinu. Þessi steinn heitir Grásteinn, en Grásteinn var ekki alltaf eini steinninn sem stóð reisulegur í Krókalóni. Árið 1967 var bróðir hans, Valdasteinn, hífður upp úr fjörunni og keyrt á Akratorg þar sem hann situr enn í dag undir Sjómannsstyttunni. Mikið fuglalíf er í Krókalóni og helst eru þar fuglar í leit að mat. Dýralíf í fjörunni er gríðarlega fjölbreytt og mikið af kuðungum, þangi, marflóm og skelfisk. Snemma á vorin finnst líka eitthvað af stærsta liðormi sem finnst við Ísland og heitir risaskeri.

Barnamenningarhátíð 2024

Á barnamenningarhátíðinni lögðum við áherslu á náttúruperluna sem faðmar bæinn okkar – Fjörurnar okkar. Börn í leikskólum Akraneskaupstaðar fengu það verkefni að skapa sitt eigið sæskrímsli í völdum fjörum. Þannig tengjast börnin náttúrunni okkar á skemmtilegan og skapandi hátt og við kynnumst fjörunni einnig í gegnum þeirra augu.

Verkefnið hófst með því að elstu deildir leikskólanna fengu fræðandi og skemmtilega heimsókn frá þeim Helenu Guttormsdóttur (Hellu) og Kristrúnu Sigurbjörnsdóttur (Krissu) þar sem þær fjölluðu um lífríki fjaranna og skapandi kveikjur sem finna má í fjörum. Heimsóknin snerti á hinum ýmsu skynfærum, þau sáu áhugaverð og endurtekin form kuðunga, líkindin með appelsínu og ígulkeri, hlustuðu á kuðungana, komu við þang og þefuðu ásamt því að fá að smakka söl.

Kristrún Sigurbjörnsdóttir heimsótti leikskólana síðan á nýjan leik og fjallaði þar um Katanesskrímslið og aðrar skemmtilegar sögur í okkar næsta nágrenni. Börnin voru hrifin og þótti skemmtilegt að læra um þessar kynjaverur.

Börnin fóru með þetta fína veganesti í fjöruna sem hver leikskóli valdi sér og skapa sitt eigið sæskrímsli. Garðasel í Kalmansvík, Teigasel í Krókalón, Akrasel og Vallarsel á Langasand. Bæjarbúum verður kynnt sérstaklega afrakstur þessa verkefnis.

Leikskólinn Teigasel - Sölmundur

(Ljósmyndir tók Guðni Hannesson)

Sagan af Sölmundi

Höfundar: Börnin í 2018 árgangi á Háteig

Einu sinni var skrímsli sem hét Sölmundur. Hann rakst á stein. Það brotnaði í honum hjartað. Svo kom annað skrímsli sem hét Katanesskrímslið sem ætlaði að koma og hjálpa. Sölmundur átti tvö börn, þeir hétu Aron og Sölvi. Svo fóru Aron og Sölvi að leika sér. Sölvi týndist, hann fann fjöru og það kom annað skrímsli upp úr fjörunni og það var Ísdreki. Hann var með sverð og það var hvítt á litinn. Sölmundur hoppaði á hann og borðaði hann. Svo kom kisa með kettlinga. Það var eitt lamb sem að labbaði í fjöruna og fann gólfkúlu sem var rauð á litinn. Svo labbaði það alla leið til Reykjavíkur, það datt á bossann og munninn og meiddi sig. Það kom svo krakki sem að týndi mömmu sinni og það kom hákarl upp úr sjónum og borðaði krakkann. ENDIR.

 

Börnin á Teigasel hafa einnig teiknað og málað sín eigin skrímsli sem má sjá hér fyrir neðan: 

              

Opnunartímar

Fjörutegundir: Grýttar fjörur – Þangfjörur – Setfjörur – Líflitlar sandfjörur

Fuglar: Mávar, Æðarfugl, Skarfur, Tjaldur

Kuðungar: Klettadoppa, Þangdoppa, Nákuðungur, Kræklingur

Þang: Klóþang, Bóluþang

Skelfiskur: Skollakoppur, Bogkrabba, Hjartaskel, Hrúðukarlar

Staðsetning

Stigi niður nær sjúkrahúsi - Google maps

Stigi niður nær Bakkatúni - Google maps